"Sætindasökker"
Ég er búin að komast að því að ég er algjör "sætindasökker"! Það er svo sem engin nýlunda, hef alla tíð verið veik fyrir sætindum. Hins vegar stjórna ég allri óhollustu í sambandi okkar AFO, því komumst við að þegar við vorum að fara yfir sælgætis - og skyndibitaát okkar síðastliðna viku. Undantekningalaust er það ég sem sting upp á einhverjum óskunda, til að mynda (við í göngutúr í bænum): L:"Vá hvað ég væri til í bæjarins núna", A: "Já það er spurning", L: "Ég meina það er ekki eins og 560 sé mikið, við getum bara haft kjötfarsið á morgun, ég frysti það bara", A: "Já ok við getum gert það".
Ok Andri er ekki sá besti til að stöðva svona þróun en hann stingur aldrei upp á neinu svona, hann sættir sig bara við hvað sem er (liggur við).
Í gærkvöldi var hann sendur út á Aðalvideoleigu til að kaupa Flipper höfrunga og smá bland, og það er ekki í fyrsta skipti sem sú staða kemur upp. Svo ég tali nú ekki um Hagamelsferðir, pizzuát, Jóamat og annað slíkt...ég veit ekki hvaðan ég hef þetta eiginlega!
Skyndilinda er því algjört réttnefni...og ég veit líka að vinkonur mínar taka undir það að þegar þær hanga með mér þá borða þær aldrei meira af pizzum og bragðaref!
En nú skal verða bót á máli!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli