mánudagur, október 08, 2007

Takk fyrir mig kæra fjölskylda og vinkonur:)

Afmælisdagurinn lukkaðist alveg ljómandi vel og ég fékk fullt fullt af flottum gjöfum:) Ég hætti ekkert að vera afmælisstelpa þó ég sé orðin móðir. Það er líka nokkuð ljóst að vinkonur mínar óska eftir mér sterkri til leiks í rauðvínsdrykkjuna því ég fékk hvorki meira né minna en fimm flöskur!

Mojito bollan rann ljúflega niður og ostarnir og sætu pinnarnir klikkuðu ekki:)

Góður og skemmtilegur dagur og ÁRA sendir ömmu sinni á Flórída kveðjur og knús. Hún var vesenispési í nótt og lét foreldra sína heyra það. Nú verður pabbinn aftur settur á dýnu inn til hennar og gamla "fyrir Köben" tempóið fundið aftur. Stelpurófan er ekki enn búin að jafna sig á tímamismuninum!
Ég setti inn nokkrar myndir frá afmælinu inn á www.123.is/agustarut. Ekki feimin að biðja um leyniorðið

Engin ummæli: