miðvikudagur, október 17, 2007

Í gærmorgun kom dálítið svakalegt fyrir mig...

...ég veit samt ekki alveg hvort það er meira svakalegt eða bara drepfyndið!

Þannig var mál með vexti að Ára litla var búin að vera að vakna heldur óhress um nóttina og foreldrarnir hálf ráðþrota með hvað ætti að gera fyrir barnið, oft svo erfitt að vita hvað amar að. Síðan um fjögurleytið þegar hún hafði fengið að drekka sem er náttúrulega algjörtt bann bann hef ég greinilega rotast alveg og veit ekki fyrr ég vakna við það að ég er gjörsamlega að hrynja út úr rúminu með tilheyrandi dynk, skall með mjöðmina og höfuðið í gólfið og Andri vaknar upp við öll þessi læti. Og meiddi ég mig??? Já mjög mikið, svo mikið að ég er með kúlu á höfðinu en oft og tíðum læknar hlátur öll sár og hláturskastið sem ég fékk þarna um morguninn var ekkert lítið! Ég er síðan búin að vera að hlæja að þessu svona meira og minna síðan. Það er ekki eins og við sofum í litlu rúmi!

Góð saga...

Styttist í vinnu hjá mér, ekki nema 3 vikur þar til ég verð farin að siða þorra unglinga LA til. Og þá skipti ég enn og aftur um handrit og smelli mér í handritið....já ertu bara farin að vinna, hvernig leggst það í þig;)

Tengdasonur minn dafnar vel í Köben og er kominn með nafn: Eldur Egilsson, mætti ekki minna vera fyrir þennan flotta mann!

Vona að dagurinn verði okkur öllum góður

Engin ummæli: