þriðjudagur, október 09, 2007

Er það ekki týpískt...

...við náðum í dýnu, Andri setti ég sig í stellingar og ég sá fram á að hlusta á org úr hinu herberginu, því jú eins og ég nefndi í gær ætluðum við að finna "fyrir Köben" tempóið með barninu okkar!! Hvað gerist þá??? Barnið sefur betur en nokkru sinni og vaknaði ekki á ókristilegum tíma til að fara á fætur, þau eru svo óútreiknanleg þessi skinn. Nú er bara að copy/paste daginn í gær og sjá hvort að það virki aftur:) Það var síðan minn dagur í að sofa lengur og ég var að skríða fram úr upp úr hálf ellefu eða þegar skottan var að koma úr vagninum. Líður mér betur, ójá, var búin að gleyma hvað er gott að vera út úthvíld!
Góðar stundir

Engin ummæli: