fimmtudagur, október 25, 2007

Nú bý ég svo gott sem á hóteli...
...því Frónahótelið hér handan hússins er búið að kaupa allar hinar 3 íbúðirnar. Í nótt rumskaði ég við einhverja gesti sem voru að koma, líklegast af því að þeir voru á hælaskóm. Ég var þó ekki meira vakandi en það að næstu tvo tímana fór mig að dreyma að ég byggi á hóteli, var að vísu ekki alltaf í morgunmat því það var svo dýrt en einhverja hluta vegna ákvað ég að fá mér Brushettu þennan morgun. Ég var nú hálf spæld þegar ég vaknaði síðan og áttaði mig á því að ég þurfti bara að fá mér gamla góða Cheeriosið!
Ég var hins vegar rosa glöð þegar ég leit á klukkuna og hún var rúmlega sjö og litla áran mín búin að sofa í alla nótt. Hún lætur auðvitað ekkert mömmu sína vera að standa í einhverju næturbrölti svona eina á vakt heldur bíður eftir aðalnæturverðinum;)
Farin að fá mér cheerios...

Engin ummæli: