mánudagur, október 15, 2007

Ég lagði loksins leið mína áðan í Krónubúðina úti á Granda...

þangað sem allar heimavinnandi húsmæður í Vesturbænum flykkjast á degi hverjum!
Og vá hvað ég skil að þær flykkist þangað, ég gæti farið þarna daglega og AFO talaði um að hann hefði séð geðsýkisglampa í augunum á mér þegar ég stormaði um alla búð leitandi að einhverju sem ég vissi ekki hvað var, svo mikið var úrvalið og í þokkabót ódýrt!

Við komumst þó út svona nokkurn veginn með það sem við ætluðum að kaupa, maður dettur nefnilega soldið í þann pakka að kaupa allskyns óþarfa þegar svona mikið er í boði.

Annað gleðiefni dagsins var að ég fór niður í geymslu og náði í alla gömlu haldarana mína. Þar sem dóttir mín sýgur einungis úr mér snemma á morgnana ákvað ég að það væri kannski aðeins hugglegra að vera í einhverju öðru en gjafahöldurunum. Ég átti alveg eins von á að ég "fyrrverandi stórbrjóstakonan" (eða hitt þó heldur) myndi ekki passa í neinn af mínum gömlu þar sem eftir sitja tveir litlir tepokar sökum sogsins góða! En viti menn þeir pössuðu bara svona ljómandi vel og ég var því greinilega ekki eins brjóstgóð og í minningunni!

Ég sparaði mér því dágóðan skildinginn og get farið að leggja fyrir í sílikonaðgerðina;) Sem er pottþétt jólagjöfin í ár...djók

Góðar stundir!

Engin ummæli: