þriðjudagur, október 17, 2006

Allt í ljómandi góðu standi...

sem eru auðvitað frábær tíðindi. Allt á sínum stað og eins og það á að vera hjá 20. vikna kríli í malla:)

Síðan vorum við svo heppin að ljósmóðurnemi fékk leyfi til að vera inni og þegar aðal- ljósan var búin með þetta reglubundna tjékk og Linda litla hætt með stressið og taugaveiklunina þá fékk neminn bara að æfa sig og gera allt saman aftur þannig að ég náði að njóta þess í botn. Þetta verður þá í fyrsta skiptið sem ég man almennilega eftir sónarskoðun!

Krílið var nú ekkert að sýna sig of mikið, krosslagðar hendur og fætur og í góðu tjilli!
Manni sýnist nú samt sem áður af prófílnum að dæma að andlitsfallið líkist nú eitthvað föðurnum...

Ég fór því og keypti mér eina peysu í gyllta kettinum svona í tilefni dagsins og já hef heldur aldrei borðað jafnmikið og í dag. Stress getur nefnilega alveg farið með matarlystina!

:)

Engin ummæli: