fimmtudagur, október 12, 2006

Núna eru heil fjögur ár síðan ég hóf nám í sjúkraþjálfun í Háskóla Íslands...

sem ég hélt að myndi alveg bjarga heiminum en nei það var ekki alveg minn tebolli og þess vegna er ég kennari í dag.

Nú ætla ég hins vegar aftur að leggja leið mína í ljónagryfjuna og smella mér í framhaldsnám. Stefni á að skrá mig í 7,5 einingu eftir jól, sem ég tek auðvitað í fjarnámi með kennslunni. Þetta verður örugglega stuð og heldur manni virkilega á tánum í fræðunum. Hvað er annars betra kennari sem vellur upp úr vitneskjan?

Nei maður spyr sig?

Annars er ég í yfirferð á verkefnum, 70 náttúrufræðipróf, 50 skiladæmi í stærðfræði og 25 útdrættir úr þjóðsögum!

Engin ummæli: