mánudagur, október 09, 2006

Var að bóka flug fyrir AFO til NY þann 15. nóv...

Loksins, loksins kemst Andri í ferð án þess að vera með fótboltaskóna í bakpokanum. Hann ætlar að skella sér á fyrirlestra hjá Badiou og Zizek og um leið heimsækja og taka með sér heim hann Óskar sem býr í NY.

Mikið er ég glöð fyrir hans hönd að "fá" að fara í svona ferð en að eigin sögn hefur hann aldrei gert neitt vegna þess að hann hefur fastur með rembihnút á fótboltaskónum!

Það verða líka nokkrir listar með í för sem þarf að klára fyrir mig!

En ég fór einmitt í slíka ferð fyrir ári síðan og held að ég hafi aldrei skemmt mér jafn vel:)
Þessar tvær fóru nú aldeilis létt með að eyða nokkrum þúsundköllum!

Vá...aðeins að versla

Engin ummæli: