mánudagur, október 02, 2006
Það er sko aldeilis meira en nóg að gera á starfsdögum kennara...
ég var með þrjú verkefni á dagskrá hjá sjálfri mér sem ég var viss um að geta klárað fyrir fjögur...ég kláraði ekki eitt af þeim!
Reyndar var námskeið strax í morgun fram að kaffi, síðan fundur, svo annar fundur, svo einn enn fundur, síðan smá spjall út af þessu máli, annað smá spjall út af hinu málinu, klukkan var langt gengin í þrjú þegar ég gat farið að skipuleggja kennsluna, fara yfir próf og semja próf!
Já maður leggur mikið á sig í kennarastarfinu EN það er auðvitað fyrir öllu að þetta er alveg hrikalega skemmtilegt og ég gæti ekki hugsað mér annað starf í augnablikinu. Ég er ekkert að kavrta bara aðeins að ítreka hvað maður leggur á sig til að eitthvað nám fari fram hjá blessuðu börnunum...svo ég tali nú ekki um alla þjóðþekktu og frægu einstaklingana sem lærðu skólaljóðin hjá grunnskólakennara ja tja kannski bara ekki svo ólíkum mér! Hafiði ekki annars tekið eftir auglýsingunum frá Kennarasambandinu og ef svo hvað finnst ykkur um þær?
Í matinn í kvöld: Stællinn!
tjuss...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli