föstudagur, október 20, 2006

Enn ein helgin...once again!

Verða komin jól áður en maður veit af! Og svo örugglega allt í einu mars:)

Skellti mér í lit og klipp áðan, fer alltaf á Línu lokkafínu í Hafnarfirði til frænku hans Andra og ákvað því að skella mér í Fjarðarkaup til að versla og vá hvað er gaman að versla í Fjarðarkaup! Það er bókstaflega allt til í Fjarðarkaup, að vísu aðeins dýrara en Bonni og Krónan en ódýrara en Hagkaup og ræninginn 10/11. Síðan var allskyns dót til að smakka, meðal annars sýrður rjómi í túpu, held það sé nú eitthvað fyrir Láru vinkonu! Spurning um að gera sér oftar ferð í Fjörðinn!

Helgin verður ljúf, Kringluferð, mommsa kemur frá Dublin og smá vinna á sunnudaginn.

Góða helgi, er farin að elda fylltar kjúllabringur...

Engin ummæli: