laugardagur, október 07, 2006

Ég átti frábæran afmælisdag í gær...

Hann hófst á því að við hjúin skelltum okkur á Gráa köttinn í bítið og fengum okkur amerískan morgunverð, pönnsur, beikon, egg og appelsínudjús, delicious svo ekki sé meira sagt!

Ég hafði síðan með dyggri aðstoð mommsu og Svövu bakað skúffuköku til að gefa krökkunum í bekknum mínum í tilefni dagsins. Þegar ég mætti síðan inn í stofu voru þau búin að skreyta töfluna, hengja upp veggspjöld þar sem stóð Linda 24 ára, setja borð í miðjuna með tveimur kökum, gosi, plastglösum og servíettum á. Sungu síðan fyrir mig afmælissönginn og gáfu mér rós og afmælispakka sem innihélt hálsmen sem var L úr semilíusteinum, körfu úr body shop með allskyns ilmdóti og belgískt konfekt! Er hægt að biðja um betri umsjónarbekk?

Um kvöldið buðum við síðan góðum hópi í rauðvín og ostabakka ala amma ostur, sem féll vel í gramið. Menn voru nartandi í gómsæta osta langt fram eftir öllu og sötruðu ljúffengt rauðvín með...

Í kvöld tókum við svo annan í afmælisdag og Ragna og Viðar kíktu í afganga og gáfu mér æðislega gjöf. Síðan skelltum við AFO okkur á Eldhús eftir máli í boði Hjalta K. og fengum okkur ljúffenga pizzu á Horninu á eftir. Fullkomið allt saman, sem hentar jú afmælisstelpu vel!

-Takk fyrir mig-





Engin ummæli: