miðvikudagur, október 04, 2006


Ég fór á glowstick ball í gær...

Ekki bara að gamni mínu heldur fékk ég greitt fyrir að vera þar. Stuðið var mikið og svitinn mikill, ég var svona mest í því að opna hurðir og leyfa nemendum að fá sér ferskt loft...Scooter hljómaði dátt og gömul tónlist frá ca. árinu 1995 en þá var ég einmitt á sama aldri og þeir sem voru á ballinu. Nokkrar stelpur spurðu af hverju ég færi ekki út á gólf með þeim og dansaði af mér rassgatið...ég lét mér nægja glowstick armband og horfði á herlegheitin!

Ég er aftur farin að taka upp á því að nota endann á rúminu sem skrifborð (gerði þetta alltaf þegar við bjuggum bara í 14 fermetrum), Andra til mikillar mæðu, honum finnst ekkert gott að vakna með möppu undir lærunum! Mér finnst þetta hins vegar svo þægilegt því ég næ náttúrulega ekki nema rétt á hálfa lengdina af rúminu, síðan get ég nýtt hitt fyrir allskyns dót. Gekk samt kannski aðeins of langt þegar ég var að fara yfir stærðfræðipróf uppi í rúmi og klukkan var að ganga eitt og ég var orðin alltof þreytt og með úfið hár, setti blýant í hárið til að halda því frá og veit svo ekki fyrr en ég vakna morguninn eftir með blýantinn stingandi út um allt og blöðin á víð og dreif...kannski aðeins of mikill metnaður svo ég tali nú ekki um vanvirðinguna fyrir heilagleika svefnherbergisins!

Engin ummæli: