Ja hérna hvað er mikið sjónvarpsefni og það á mánudagskvöldi...
Ég er nú ekki þekkt fyrir að glápa mikið á sjónvarp en er búin að sitja límd við skjáinn núna síðastliðinn einn og hálfan tímann. Þrívíddarsónarpælingar greinilega aðalmálið þessa dagana, svo sem ágætt enda hefur maður velt þessu fyrir sér. Við ætlum hins vegar ekki í þetta þrátt fyrir að hafa velt þessu mikið fyrir okkur. Endanlega ákvörðun var nú bara tekin yfir þessum þáttum áðan...
Nú er Lífið fyrir fæðingu að fara að byrja og ég mæli með þeim þætti, magnað alveg hreint og minnir mann enn og aftur á hversu mikið kraftaverk þetta allt saman er. Ekki að það hafi eitthvað farið úr huga manni en samt ótrúlegt alveg...
Og já að lokum sáuð þið Omma "gamla" félaga okkar í Kastljósinu... greinilega fleiri LA peyjar að fjölga mannkyninu!
tjuss...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli