Nú er ég loksins orðin almennilegur kennari...
Á þvælt leðurpennaveski (eins og Sóleveig var alltaf með) og er komin í almennilega klossa, svarta og smekklega. Margir hugsa nú að klossar séu lúðalegir en mínir eru það ekki! Ég var líka alin upp við það að eiga alltaf eitt par af klossum enda móðir mín mikil áhugamanneskja um góða klossa:) Ekki skemmir fyrir að þeir hækka mann töluvert og eru afar þægilegir.
Áfram klossar!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli