laugardagur, október 21, 2006

Grænmetisæta?

Ég held að litla krílið sé hætt við að verða grænmetisæta, nú vill það bara egg, beikon og amerískar pönnsur í morgunmat. Ég skellti mér í það að matreiða þetta þegar ég vakanði að ganga tólf, afar ólíkt mér! Eins gott að þetta fari ekki að verða að vana. AFO var hins vegar ótrúlegar sáttur með þetta og ryksugaði íbúðina eins og stormsveipur í kjölfarið.

Annars er ég búin að fara í bíó núna tvo daga í röð, báðar myndirnar mjög góðar. Á fimmtudaginn fór ég á World Trade Center, mjög væmin bandarísk mynd en góð. Við systurnar komum út með tárin í augunum. Í gær sá ég síðan Mýrina og ég held að hún sé eitt það besta sem ég hef séð í íslenskri kvikmyndagerð. Gef henni mín bestu meðmæli.

En þá er ég farin í Kringluna, er það ekki annars eitthvað sem maður gerir á laugardögum?

Engin ummæli: