miðvikudagur, október 18, 2006

Ég er svo duleg að láta dekra við mig...

  • Fer til kírópraktors aðra hverja viku
  • Fór í litun og plokkun í dag
  • Fór líka í nudd og maska í dag
  • Fer í klipp og lit á fös
  • Fer í jóga 1-2 í viku
  • Og á enn inni gjafakort frá AFO í dekurdag í Laugar Spa...
  • Plús að ég heimta oft aukanudd á kvöldin!

Ég kann þetta enda líður mér eins og Hollywood stjörnu..."uh nei ég kemst ekki fyrr en sex, þarf að hitta hnykkjarann minn og svo er ég að fara í andlitsmaska..." Þetta er ég þessa dagana!

Mjá mjá (svo ég taki stíl Álfrúnar síldar á þetta!)

Hitti einmitt LA gengið áðan + Ingu litlu, vantaði bara Regínu og Auði og svo auðvitað Samíu sem er týnd og tröllum gefin. Hvar ertu Samía?

Engin ummæli: