Lífs eða liðin?
Ég er hér og komin í helgarfrí, kærkomið. Sorry vinkonur í útlöndum sem voruð kannski farnar að hafa áhyggjur enda þetta eini miðillinn þessa dagana til að fylgjast með! Því ekki er maður duglegur í meilunum! Takk fyrir símtalið í gær Magga mín, frábært að heyra í þér og heyra fréttir af prímataprófessornum og að net sé á leiðinni.
Ég er búin að vera í smá robo Linda pakka undanfarna daga enda leiðsagnarmat og foreldraviðtöl á næsta leyti. Sem þýðir mikil yfirferð á möppum og verkefnum, leiðarbókum og ritgerðum en þetta er allt komið núna og einkunnir skjalfestar í excelskjal.
Á miðvikudaginn hefst síðan kærkomið vetrarfrí en það er afar mikilvægt fyrir bumbur og búendur:)
Í dag ætla ég að njóta þess að vera í fríi, slappa af, lesa bækur og sofa!
Knús Linda
Engin ummæli:
Skrifa ummæli