Eins og flestir Íslendingar lögðum við hjónakornin leið okkar í IKEA í dag...
Ekki það að okkur vantaði eitthvað sérstakt heldur urðum við eða svona meira ég að svala forvitni minni yfir nýju búðinni sem á að vera þrisvar sinnum stærri en hin.
Strax á bílastæðinu veðjuðum við hversu marga við myndum hitta, ég skaut á 10, AFO 8. Niðurstaðan var 8 undir dómgæslu AFO en hann mínusaði tvo ranglega af mér!
Við komum samt auðvitað heim með smá í poka, mottu, pressukönnu og gjafapappír. Hver getur sleppt því að kaupa tiger gjafaumbúðir!
Það besta við þessa nýju búð var samt matarhornið sem var ekki í þeirri gömlu, þetta minnti mig óneitanlega á dvöl mína á Ítalíu en þangað fór ég ósjaldan og keypti mér Bilar besta sænska nammið að mínu mati og Ballerínukex. Þarna fann ég líka ekta sænskar bruður og gömlu góðu salt sílin:)
Einnig höfum við augastað á fallegum sófa með tungu en það hefur verið draumur minn í smá tíma. Ætla tjékka aðeins betur á honum á morgun.
Nýja IKEA hlýtur því ágætiseinkunn!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli