föstudagur, janúar 19, 2007

Enn og aftur allt í ljómandi standi í bumbunni...

Blóðþrýstingur haggast ekki, þyngdin...jú haggast (aðeins haha), ekki vottur af bjúgsöfnun, legbotn hækkar eðlilega, reglulegur og góður hjartsláttur, krílið ekki byrjað að skorða sig en í höfuðstöðu og þvagið eins og það á að vera:)

Er hægt að biðja um meira í bili, neibb held ekki!

Fer því glöð og sæl inn í helgina og ætla helst ekki að gera neitt nema vera með tærnar upp í loft. Það var tekið fram að það væri mjög mikilvægt þessar síðustu vikur, ekki vera á neinu útstáelsi og dugleg að leggja mig. Þetta síðarnefnda ætti ekki að vera vandamál. Hitt er aðeins erfiðara því ég á það til að vera soldið á fartinu!

Góða helgi elskurnar!

Engin ummæli: