fimmtudagur, janúar 11, 2007

Þvottavélin er komin í hús...

hversu spennt haldið þið að ég sé að fara að þvo? *Svakalega*

Pabbi er bara alveg að fara að koma að tengja og þá verður sko þvegið!

Nú veltir kannski einhver fyrir sér af hverju AFO tengi þetta ekki bara en verkaskiptingin á þessu heimili er þannig að hann sér um svona þessi "hefðbundnu" kvenmannsstörf eins og uppvask, hella upp á kaffi og skipta á rúmum en ég er meira svona í rafmagninu og að tengja nýjar græjur:) En ég treysti mér bara ekki alveg í svona splunkunýjar þvottavélar!

Þessi dagur var svona eins og maður segir "one of those days". Ef þið getið nefnt eitthvað sem gerðist ekki í dag og tengist skólastarfi þá mun ég verðlauna ykkur.

Það lítur því út fyrir meðvitundarleysi í kvöld...

Annars bara hress...

Engin ummæli: