Pirringur dagsins...
Verð að lýsa yfir vonbrigðum mínum með Jóa vin minn þessa dagana. Ég er orðin svo hundleið á því að biðja um heilsuklatta og fá svo hafraklatta í pokann og fatta það þegar ég kem heim. Hefur komið fyrir svona 7 sinnum án þess að ég sé að ýkja. Óþolandi að þurfa að vakta það sem fer í pokann. Mér finnst nú bara lágmark að litlu skvísurnar þarna viti hvað það sem þær eru að selja heitir!
Og síðan er óþolandi posakerfi þarna sem tekur upp á því að fá ekki heimild á kort, ég hef orðið vitni að því tvisvar hjá öðrum og það er ekkert meira pirrandi þegar þetta kemur fyrir og það er næg innistæða. Hvað þá þegar maður lendir í þessu með húsbóndakortið sem btw er ansi erfitt að fá ekki heimild á! Ég hringdi í bankann og auðvitað ekkert að kortinu eins og ég vissi vel, athugasemd var gerð við posann...
oh svona fer í taugarnar á mér!
Verst hvað mér finnst gott að fá mér eitthvað hjá hr. Fel.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli