miðvikudagur, janúar 17, 2007

Eins og gefur að skilja er það farið að teljast til undantekninga að ég sofi heila nótt án þess að rumska...

ég eyði smá tíma í það að kasta þvagi, "vippa" mér á hina hliðina eða bara vakna og get ekki sofnað aftur, já og auðvitað í einstaka tilvikum til að borða. Í nótt vaknaði ég 5:58 og leit á klukkuna og tók því einhverra hluta vegna þannig að hún væri 2 mín í sjö og hversu ömurlegt er að vakna 2 mín í að maður þurfi að fara fram úr. Ég dottaði aðeins aftur en hrökk svo við því ég hélt að ég væri að sofa yfir mig en þá var hún 6:10, oh ég varð svo pirruð því líkaminn var farinn að halda að hann mætti ekki sofa áfram...

þannig ég sofnaði ekki aftur

Get ekki beðið eftir að leggjast á koddann í kvöld!

Engin ummæli: