þriðjudagur, janúar 30, 2007


35 vikur liðnar, 35 dagar eftir! (í settan dag)


Vá hvað mér finnst þetta búið að líða hratt, allaveganna síðustu 15 vikur, þær hafa hreinlega flogið áfram.


Ég er enn veik og í raun ekkert að hressast. Einhver hefur ákveðið að ég væri búin að sleppa of vel undanfarna mánuði og bombað öllum pakkanum á mig í einu, upp, niður, kvebbi, háls!


Ég sé fram á liggja heima í það minnsta á morgun líka og sjá hvort ég verði eitthvað skárri.

Leyfi einni mynd að fylgja með síðan úr bústaðnum um helgina en ég vona að "aðalparið" hafi ekki smitast af okkur veikindapésunum.

-Miss hornös-

Engin ummæli: