miðvikudagur, janúar 10, 2007

Litla Eumenia Sparmeister 455 S þvottvélin okkar virðist hafa gefið upp öndina...

Frábær tímsetning verð ég að segja, eins ég hef nú státað mig að því hvernig maður snýr bara lokinu við og hún er orðin þurrkari! En hún hefur þjónað sínum tilgangi í bráðum 100 ár enda eru antíksölurnar að bjóða í hana:)

Þessi númer 3 virðist hins vera á leið inn á heimilið...

Verður tekinn þvottatryllingur á Kambó ef hún mætir á svæðið? Uh já...

Annars er ég búin að vera lélegur bloggari það sem af er árinu, búið að vera brjálað að gera sko! Djók er bara þreytt (smá einkahúmor hjá mér og Sóley) Ég bæti úr þessu!

Nóg á döfinni hins vegar:
  • Kennó hádegisbakarísmatur
  • Leikhús
  • Parakvöld
  • og síðast en ekki síst...Foreldranámskeið!

AFO er samt mest spenntur fyrir parakvöldinu þar sem maður tjáir tilfinningu sína gagnvart fæðingunni og því sem koma skal:)

Har det bra!

Engin ummæli: