fimmtudagur, janúar 25, 2007

Ég er komin í helgarfrí...

og ekki veitir mér af því svona degi fyrr. Nú eru þeir kennarar sem hafa verið veikir mættir á ný og álagið á okkur hinum minnkar. Það er mjöööög gott:)

Fór í starfsmannaviðtal í dag, gekk afar vel, ég lagði fram mínar óskir fyrir næsta ár og skilst að ég sé "rookie of the year" nje segi svona, þetta kom allaveganna vel út! Og síðasti vinnudagur minn fyrir orlof verður 21. febrúar en Selma litla afleysingardama mætir á svæðið þann 13. febrúar (fékk það sem sagt staðfest Selma!). Nema auðvitað að frumburðurinn verði afar stundvís og mæti á svæðið eftir 38 vikur.

Á morgun ætlum við hjúin að skella okkur í bústað með "parinu". Ég er full eftirvæntingar.

Þannig að upp með tærnar og afslöppun í gang!

Engin ummæli: