þriðjudagur, janúar 23, 2007


Jæja ég vona að hann faðir minn erfi það ekki við mig að afmæliskveðjan komi degi of seint en hann varð árinu eldri í gær þann 22. janúar. Þetta er árið sem hann og mamma eru með sömu þversummu í tölunum sínum en hún verður 45 í apríl!
Innilega til hamingju með það pabbi minn:) Hann eyddi einmitt afmælishelginni í Manchester og Leeds og skellti sér á Chelsea leik.
Hér til hliðar er hann hress á aðfangadagskvöld að máta nýja sloppinn sinn:)
En ástæðan fyrir að ég er sein með kveðjuna er sú að ég skellti mér á smá ælupest í gær. Hressandi? jú mjög, sér í lagi þegar ég stökk út úr tíma og ældi og kom svo aftur eins og ekkert hefði ískorist. Um hádegisbilið viðurkenndi ég að vísu að ég væri kannski ekki alveg nógu hress og fór heim og svaf þetta úr mér. Var orðin mun skárri seinni partinn og náði foreldranámskeiðinu. Þar horfðum við á mjög smooth fæðingu og ef þetta er svona lítið mál er nú engu að kvíða! Ekki það að ég kvíði þessu ó nei, mér finnst nefnilega alltaf eins og ég sé ekki að fara að gera þetta! Þarf kannski aðeins að fara að troða því inn í kollinn á mér að svo er ekki!
Endaði síðan kvöldið á því að borða í Hagnaðarsetrinu og tók AFO með í þeirri meiningu að Bjarni og Hagnaðurinn sjálfur yrðu líka á staðnum. Það var að vísu ekki planið en AFO óvæntur surprise gestur af minni hálfu:)
Kristín María náttúrulega endalaust mikið krútt og alveg litla stelpan mömmu sinnar:) Hún vildi samt kúra smá hjá mér enda ég með enn einn tilvonandi kærasta hennar bumbunni já eða kærustu!
Jæja þetta er orðið alltof langt hjá mér...

Engin ummæli: