miðvikudagur, október 31, 2007

Á morgun byrja ég formlega að vinna...

Þar með líkur 8 mánaða fæðingarorlofi mínu. Mér finnst svona eiginlega eins og ég hafi byrjað í fyrradag en svona er nú tíminn endemis fljótur að líða.

Það hittir hins vegar svo skemmtilega á að akkúrat á morgun, föstudaginn og mánudaginn er vetrarfrí í skólanum þannig að ég byrja á því að fara í frí. Ekki svo slæmt það. Ég ætla reyndar að mæta á morgun og skipuleggja mig, finnst dáldið gott að koma vel skipulögð til vinnu á fyrsta vinnudegi. Núna eru 3 skipulagsbækur komnar í gagnið og gamla góða Linda er að detta í gírinn.

Ég á eftir að sakna þess að vera heima með Áru allan daginn, lúranna okkar, gönguferðanna, heimsóknanna og tjillsins að vera bara heima og dúllast eitthvað. Hún verður hins vegar í svo góðum höndum að ég hef ekki nokkrar áhyggjur af henni, fyrir utan það hvað hún er mikil pabbastelpa en ég ætla nú samt að vona að hún sakni mín eitthvað.

Ég hlakka líka til að takast á við ný verkefni í vinnunni, yfir 100 nemendur og stærðfræði alla daga.

Þetta verður bara alveg ljómandi fínt allt saman, aðeins minni svefn kannski og aðeins meiri skipulagning, það ætti nú að reddast...

Síðan eru ekki nema rúmar sex vikur þangað til ég fer síðan í jólafrí!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Μy spousе and I stumblеd over
hеге coming from a diffeгent web adԁress and thought I
should check thingѕ out. Ι like what I see ѕo noω
i am fоllowing you. Looκ forωarԁ to looking at your web ρagе
reрeatedly.

mу hоmepage mouse click the following website page

Nafnlaus sagði...

Hi, I do think this is an excellent web site. I ѕtumbleduρon it ;
) I wіll revisit уet аgaіn sincе i
have book marκed it. Money and freeԁom іs thе best way to change, maу уou bе rісh
and continue to guide others.

Feel free to visit my web-site :: V2 Cigs Reviews - V2 Cigs Reviews

Nafnlaus sagði...

Hello, Ι lοg on to your blog daily.
Yоur writing style iѕ aωesome,
keep uρ the good wогk!

Μy homеρage :: v2 cig review