föstudagur, september 17, 2004

Ég ætla hylla ákveðna persónu í dag sem er mér mjög kær!!

Þessa manneskju er ég búin að þekkja í 5 ár og hún er af karlkyninu. Þessi maður er afar duglegur og vinnusamur og veit í rauninni ekkert betra en að þræla sér út og er því aldrei kallaður annað en VINNUMAURINN. Hann vaknar yfirleitt fyrir 7 á morgnana og ef heppnin er með okkur fáum við að sjá hann fyrir miðnætti á kvöldin. Þá finnst honum afar gott að setjast niður og láta yndislegu konuna sína færa sér einhvern góðan mat. Eftir það er hann gjarnan mjög þreyttur og hallar sér aftur og býr til afar sérkennileg hljóð með nefinu. Eitthvað í líkingu við það að hrjóta en þó mun öflugra og innilegra. Þá taka ýmsir menn sig til og pikka í hann til þess að fæla ekki allt hverfið burtu. Honum finnst líka fátt betra en að sitja með einn kaldan í bláa náttsloppnum sínum og horfa á formúluna. Hann kann líka að blanda kokteila og þeir eru sko ekki fyrir neinar kæfur!! Kannski kannast einhverjir við þessa lýsingu en ef ekki þá er þetta hann tengdafaðir minn hann Ottó Vilhelm Simonsen en hann á einmitt afmæli í dag og fagnar sínu 43. aldursári í góðra vina hópi á Benedorm. Til hamingju með daginn elsku Ottó og njóttu þess að vera í fríi:)

Ég var einmitt að gæla við þá hugmynd í dag að fara til Benedorm í nokkra daga og vera með þeim ef ég fengi ódýrt flug en því miður var ekkert laust í mínum verðflokki svo ég verð því að sleppa því. Annars hefði verið frábært að hitta alla frá Skelfingsstöðum (það er Magga systir Rutar og fjölskyldan hennar) og svo auðvitað Rut og Ottó.

Annars var frábært veður hérna í dag og við lágum bara á ströndinni í bænum Bogliasco sem mjög krúttlegur lítill bær rétt fyrir utan Genova. Þar þuldi ég upp ýmsar óreglulegar sagnir á ítölsku öðrum strandargestum til mikillar hamingju.

Og elsku afi minn það hafa nú ekki margir kvartað yfir letrinu og hvaðan heyrðir þú þetta með það að þú værir litblindur!! Annars skal ég leggja það fyrir nefndina að breyta letrinu fyrir þig, þó það nú væri, minn dyggasti lesandi:)

Hafið það nú gott á fróninu og gangið hægt inn um gleðinnar dyr
Bella símamær:)

Engin ummæli: