fimmtudagur, september 16, 2004

Ég sit ein í íbúðinni minni og horfi á sex and the city, hvað er betra en það eftir að hafa borðað yndislegan rétt sem ég og krunka elduðum, kjúklingur sem lá í rosemary leaves og hvítlauk og steiktur á pönnu með grænmeti og hvítvíni. Já mamma mín þú þarft sko ekki að hafa áhyggjur af eldamennskunni þegar ég kem heim, alltaf eitthvað nýtt á hverju kvöldi:) Stelpurnar fóru út á djammið en ég nennti ekki partý pooper en ég er náttúrulega eina sem er harðgift og nenni kannski ekki með þeim út að skoða stráka á hverju kvöldi!! Fékk sms frá kæfunni minni í dag og það var agalega skemmtilegt ásamt því að lesa meil frá henni og ferðasögu, góð samlíkingin með að þurfa ekki mark og bolta til að skora.

Í dag keypti ég mér líka miða á leik með liðinu mínu hérna á Ítalíu, Sampdoria, þeir spila eins og ég hef áður sagt í bláu, þessi leikur en á móti Juventus, spurning hvort að Valtýr á Skonrokk vill hafa mig í beinni á meðan leiknum stendur, nei maður spyr sig? Ég fjárfesti líka í búning liðsins, hárkollu, pennaveski, plakati, barnafötum merktum liðinu og ýmsu fleiru handhægu merktu Sampdoria, nei ég er að grínast ég keypti bara miðann fyrir 36 evrur og það var alveg meira en nóg!!

Í dag fór ég líka í ítölskutíma og lærði hvernig maður á að ávarpa fallega, eins og Sie í þýsku. Buongiorno Signora Schneidar (en Ines Schneidar er stelpa sem er með mér í tímum, við ímynduðum okkur að hún væri gömul kona og mér finnst mjög fyndið að heita Schneider, Margrét Hugadóttir Schneider, nei bara hugmynd?
Dove abita?
Quanti anni ha?
Cosa studia?
Da dove vieni?

Já svona er ég nú orðin klár í ítölsku, ef ég fer í búð þá tek ég upp orðabókina og bið um það sem ég ætla að kaupa á ítölsku (því að sjálfsögðu skilur engin ensku hér og ég er ekki að fara með fleypur þegar ég segi það.
Eins og í gær vantaði mig strokleður og ég sagði:
Vorrei una gomma, per farvore og konan var agalega ánægð og seldi mér fallegt ítalskt strokleður og eitt enn vissuð þið það að súkkulaðið NUTELLA sem er svo gott að setja á brauð er ítalskt að sjálfsögðu, Ítalir dýrka að segja frá því hvað allt er æðilegt í landinu þeirra.
Eina sem ég kann ekki við hérna er hundakúkurinn á götunum, maður þarf að hafa sig allan við að stíga ekki í hann en í dag komst ég að því að það boðar lukku að stíga á einn slíkan samkvæmt ítölskum hefðum þannig að þegar ég fór út að hlaupa áðan ákvað ég að reyna að hitta á eins marga og ég gat, endaði með að ég skemmdi skóna mína!!

Ciao
Carrie

Engin ummæli: