mánudagur, september 20, 2004

Ég hoppaði næstum hæð mína í dag (sem er reyndar ekki erfitt) en H&M eru að fara að opna búð hérna í Genova.......en hvað gerist, jafn skyndilega og andlit mitt ljómaði af gleði var ég farin að gráta...þetta er ekki fyrr en í janúar og þá verð ég farin, spurning um að framlengja dvölinni eða sem er mun betri lausn fara og tala við aðstandendur búðarinnar og óska eftir því skriflega að allt verði gert til þess að búðin opni fyrir jól. Ég meina af hverju ekki, það eru alveg fleiri hérna en ég sem gætu misst sig í H&M fyrir jólin!! Annars held ég að foreldrar mínir séu fengir að þetta sé ekki fyrir jólin, svona upp á fjárhaginn að gera:)

Ég var að koma úr gymminu og vá ég var eiginlega búin að gleyma hvað er gott að hreyfa sig, það jafnast fátt á við það. Manni líður eitthvað svo ótrúlega vel á eftir eins og ekkert geti bugað mann. Ég var sem sagt í prufutíma í gymmi sem heitir PUMP og var í tíma sem heitir PUMP og er eiginlega alveg eins og body pump heima, alveg eins upp byggt nema að það er ítalskt, meira að segja mörg sömu lögin. Ég prófaði líka tíma sem heitir step tone (ákvað sko að taka þetta með trompi þar sem ég var mætt á svæðið). Ég er að hugsa um að kaupa mér kort þarna á morgun, get ekki haldið áfram í þessu letilífi, það er bara ekki minn stíll. Ég verð sem sagt ekki í vandræðum með það að telja á ítölsku eftir nokkra tíma þarna!!

Fyndið samt að gellan sem var með pumpið kom alveg til mín í einu laginu og sagði þetta er nú allt of þungt fyrir svona piccolinu, vissi ekki alveg að ég er að kenna heima og allan heila tíma þá þýddi hún allt yfir á ensku fyrir mig og útskýrði alveg í deteils, frekar fyndið en eftir tímann spjallaði ég aðeins við hana og sagði henni að ég væri að kenna svipaðan tíma heima og hún þekkti alveg les mills og svona, voða næs af henni að koma svona vel fram við algjöran BYRJANDA!!

Einnig er fæddur nýr réttur hérna í kökkened, það eru kjúklingabringur skornar niður og settar í svona Sacla paprikublöndu og hrísgrjón með, agalega gott ef ykkur vantar hugmyndir. Þær eru sko að fæðast hérna á Via Bianchetti.

Annars er ég bara að hlusta hérna á lagið Hurricane með Bob Dylan en það er nú engin hurricane hérna í blíðunni........

Ciao
Picco

Engin ummæli: