þriðjudagur, september 21, 2004

Er að fara að sofa enda langur og strangur dagur á ströndinni á morgun....bara svona til að láta ykkur vita, það er ekki auðvelt fyrir ofvirkar Piccolinur að liggja svona lengi:) Hvernig er veðrið annars á klakanum, hef heyrt að það sé bongó, eða ekki!!

Ég lenti í mótmælagöngu í dag á Via Balbi gegn Berlusconi, mér þætti vænt um ef maður nokkuð nefndur Stiftamtmaðurinn myndi henda inn smá upplýsingum um þennan mann, svo ég geti nú aðeins tekið þá í umræðum og svona........

Annars fann ég Þráinn skóara hérna í dag þar sem Fendi taskann mín þurfti bráðnauðsynlega að komast í viðgerð sökum mikillar notkunar, þessi Þráinn talar hins vegar ítölsku og Piccolinan lenti í spjalli við hann á ítölsku að sjálfsögðu, við getum sagt að það hafi gengið vonum framar!!

Annars bara í sól og sumaryl ég sat einn fagran dag..........
Lindan

Engin ummæli: