sunnudagur, september 19, 2004

Það er ekki nokkur, ekki nokkur, ekki nokkur leið að fella okkur........

Er FRAM eina liðið á Íslandi sem ekki er hægt að fella?
Er það orðin þjóðsaga að FRAMARAR geta ekki fallið?
Getur það virkilega verið að liðið FRAM hafi bjargað sér frá falli 6. árið í röð?

Tja maður spyr sig!

Í gær fór ég á eyjuna margnefndu, Portofino, þarna dvelur ríka fólkið öllum stundum og gerir ekkert annað en að sigla um á bátunum sínum, drekkandi bjór og reykjandi vindla. Ég fór inn í Lúí Vitton búð ( veit að það er ekki skrifað svona) og skoðaði litlar pungbuddur fyrir 300 evrur, af hverju að kaupa sér ekta þegar maður getur fengið alveg eins feik fyrir 15 evrur?

Í dag var tekið barbecue á ströndinni í Bogliasco og Piccolinan er komin með góða sólarbrúnku, þetta hefur hún frá afa sínum en hann hatar ekki að grilla sig á Kanarí og öðrum sólarströndum.

Í dag var einnig minn dagur í þrifum hérna á Via Bianchetti 2/21 og það var sko tekið á því. Við skiptumst á að þrífa stofuna, eldhúsið, tölvuherbergið og baðherbergin, mjög gott skipulag þar á bæ eins og núna er mánuður þangað til að röðin er aftur komin að mér, úff get ekki beðið!!

Á morgun verð ég að fara á bókasafnið og læra, það er bara ekkert voðalega auðvelt þegar veðrið er svona geggjað.

Nýjasta nýtt úr kjaftinum á mér er það að ég er að byrja að fá jaxlinn sem á að taka í neðri góm, ég skil þetta ekki, ég sem fór til tannlæknis áður en ég fór út og þá bólaði ekkert á þessum nýja meðlim. Spurning hvorn einhvern þarna heima (mamma kannski) geti spurt Bigga tannsa hvort þetta sé í lagi, á ekki bara allur neðri gómurinn eftir að skekkjast??

Afi minn maður segir þinn afi:tuo nonno (tuo:þinn og nonno:afi), leigusalinn okkar skyldi ekkert í því hvernig nonnan mín (nonna:amma) gæti verið að ferðast alla leiðina hingað og myndi ekki vera í vandræðum með að ganga 120 þrep til að komast í íbúðina! Þangað til að ég sagði að hún væri bara 59 ára, þá varð hann mjög hissa, ég á eftir að segja honum frá afa mínum sem hjólar 50 km á dag, þá verð ég örugglega rekin á dyr fyrir að ljúga:)

Annars sendi einn góður maður (minn uppáhalds) mér sms og sagði: I will walk 120 step to be the men that wakes up next.......góð breyting á góðu lagi, I will walk 500 miles.......


Þangað til næst farið vel með ykkur.

Linda

Engin ummæli: