miðvikudagur, september 29, 2004

Ciao i tutti!!

Ég elska að segja brandara......

Í gær sagði ég brandara í tíma, reyndar á ensku en allir hlógu (hugsið ykkur Linda Heiðars farin að segja brandara á ensku, hver hefði getað ímyndað sér það? Maður er ekkert lengur í setningum eins og “I came with a fish” eins og ég sagði svo eftirminnilega í Köben fyrir tveimur árum þegar ég var að segja frændfólki mínu frá því að ég hefði komið með harðfisk með mér). Brandarinn í tímanum var hins vegar stuttur og hnitmiðaður og beint til kennarans sem hugsaði örugglega, góður húmor hjá þessum Íslendingum en hefði mátt vera á ítölsku. Ég hugsaði hins vegar eins og sannur Ítali myndi gera, bravisimo, fantastico, splendido, það eru allir að hlæja að brandaranum mínum, mikið lifandi skelfingar ósköp hlýt ég að vera fyndin (sem ég er). En svo fór ég að hugsa hvort þetta væri kannski bara gervihláturinn því ég sjálf er með ansi góðan gervihlátur þó ég segi sjálf frá. Eins og t.d. þegar ég tala við Sami frá Finnlandi (hann talar mjög óskýrt og þegar hann endar hverja setningu opnar hann kjaftinn á sér eins mikið og hann getur, þannig að maður sér hvern einasta innkirtil, og hlær sínum mongóhlátri eins og hann eigi lífið að leysa. Um leið og ég sé hann opna kjaftinn byrja ég á mínum gervi og ég hlæ lengi lengi þannig ég þurfi pottþétt ekki að ræða þetta mál meira því ég skil hvort eð er ekkert sem hann segir. Stundum tek ég meira að segja óperuhláturinn hennar mömmu og hann er nú ekkert lamb að leika sér við og klikkar aldrei. Þess vegna fór ég að velta fyrir mér hvort fólk sé almennt að nota gervihláturinn, ég veit að húsfélagar mínir gera það ekki því þeim finnst ég endalaust fyndin!! En hvað haldið þið?

Múhahahahahahahahahahahah:)

Í morgun kom stökkmús inn um gluggann hjá okkur og ég fann tvo kakkalakka í baðkarinu, einn var hins vegar dauður og hinn skreið um eins og lítið sætt gæludýr. Nei, nú er ég að ljúga, ég var að ímynda mér að eitthvað svona myndi gerast því norsku tvibbarnir Túr og Pal eru með kakkalakka í íbúðinni sinni og þeir eru ekki auðveld bráð. Þess vegna þakka ég guði og öllum englunum fyrir það að búa á 7. hæð og þurfa að labba 120 þrep til að komast í íbúðina mína, því lyftan er alltaf á leiðinni í þessa byggingu, nú er stefnan sett á janúar en þá verð ég komin til ykkar aftur:)

Ég fæ endalaus hrós fyrir eldamennskuna mína hérna, sem er mjög fyndið þar sem að þetta er í fyrsta skiptið sem ég elda fyrir utan eitt stykki kjúkling sem ég eldaði einu sinni fyrir systur mínar með aðstoð mömmu!! Þú manst nú eftir því Harpa, til myndir og allar græjur. Anyway.....í gær spurði írska stelpan hún Lísa mig ráða við að sjóða eitthvað pasta sem hún var með, mér fannst það mikið hrós að hún leitaði til mín en ekki til einhvers annars í íbúðinni!! Sara og Martina gjörsamlega elska PASTA el PESTO sem ég geri og þegar þær smakka segja þær alltaf: “It never taste like this when I make it” hehe ekki samt búast við miklu þegar ég kem heim því kannski er þetta bara ítalska hliðin á Lindunni því hér hefur hún allan tímann í heiminum til að dunda sér í eldamennskunni, annan en heima þegar hún er á fartinu allan daginn.

A presto!
Piccolina

Engin ummæli: