Um helgina skelltum við okkur 10 saman til Nice (Frakklandi) og Mónaco-Monte Carlo. Ferðahópurinn (The group di Genova) samanstóð af þessum:
Finnska mafían: Sami, Marikka, Annukka og Anu.
Sveittu Svíarnir: Frederik, Martina og Sara.
Íslensku beyglurnar: Krunka og Lindsey Hunt
Einn outsider: Þjóðverjinn Ines Schneider
Föstudagurinn
8:30 Haldið út á lestarstöð og við tók þriggja tíma ferðalag til borgarinnar Nice í Frakklandi. Í okkar klefa var sofið og lesið, meiri læti í klefanum sem Svíarnir, tveir Finnar og Þjóðverjinn voru í , Þjóðverjinn eiginlega lagður í einelti og ákvað því að flytja til okkar.....
12:00 Komið til Nice og 1 stjörnu hótelið Baccarat, fundið í næstu götu við lestarstöðina. 19 evrur nóttin í hálfgerðum beddakojum og 6 saman í bleiku herbergi með engu loftljósi, smá interail fílingur! Nema að ég trillaði litlu ferðatöskunni minni út um allt, ekki kannski eitthvað sem maður gerir á interraili, aðrir voru með ekta bakpoka en prinsessan þarf nú að hafa almennilega flugfreyjutösku. Ekki satt afi minn?
13:00 Haldið á ströndina en því miður var veðrið ekki nógu gott til sólbaðs og því var tekið á það ráð að ganga um borgina og skoða fallegar byggingar sem prýða hana. Settumst á sætt kaffihús og ég borgaði 2, 80 evrur fyrir lítinn skitinn kreistan ávaxtasafa, já það er ekki tekið út með sældinni að vera á vinsælum ferðamannstöðum.
16:00 Fundum H&M og ég fékk hnút í magann, á ekki pening fyrir fötum og hugsaði að það yrði of hættulegt fyrir mig að fara þarna inn. Sleppti mér samt í deildina með teygjunum og spennunum því það er eitthvað sem hver stelpa getur ekki verið án. Greip eina eyrnalokka á 150 kall með og eitt blóm í hárið. Ekki mikið eytt þarna enda ekta fátækur námsmaður á ferð!!
20:00 Eftir að hafa sötrað rauðvín eins og sannur Frakki röltum við yfir á kínverskt veitingahús í nágrenninu og fengum frábæran mat þar, ágætis tilbreyting frá pastanu og pizzunum. Þá fór að hellirigna með þrumum og öllu tilheyrandi svo við ákváðum bara að halda smá partý inni á herberginu okkar. Þar voru saman komnir Finnar, Íslendingar, Svíar, Þjóðverji, Kanadabúar, Ástralíubúar og seinna um kvöldið hittum við stelpu frá Mexico og strák frá Spáni og að sjálfsögðu Frakka. Aldeilis alþjóðleg blanda þarna á ferð!!!
Eftir partýið var haldið á einhvern franskan dansstað sem spilaði án efa leiðinlegustu tónlist sem ég hef heyrt, búið að setja svona techno takt á öll vinsæl lög sem gerði það að verkum að ef þú vildir dansa þurftirðu að hrista líkamannn til þangað til þér leið eins og hausinn á þér væri að springa. Ég og Annukka ákváðum að stinga af um hálf tvö leytið og fórum bara inn á herbergi að kjafta þangað til hin komu. Þau voru nú ekki alveg á þeim brókunum að fara að sofa og héldu í annað herbergi og voru entust til hálf átta um morguninn!!!
Eins og sannir túristar fórum við á fætur upp úr níu og héldum í súpermarkaðinn til að kaupa morgunmat. Á leiðinni í súpermarkaðinn lét ég langþráðan draum okkar Andra rætast og fór og bað um Croussant með ekta frönskum hreim!! Lágum síðan á flottustu strönd sem ég hef komið á til að ganga þrjú en veðrið var alveg geggjað. Þar borgaði ég 35 cent til að gera nr 2, eins gott að maður sé nú alveg viss um að maður þurfi virkilega á klósettið þarna!
Síðan lá leið okkar til Mónacó í spilavítið Monte Carlo. Frábært að sjá allt þarna í Mónacó, fólkið þar er sko ekkert að kvarta yfir peningaleysi. Tók fullt af myndum sem ég set inn við tækifæri og ég HDW ég tók eina skemmtilega fyrir þig, fattar um leið og þú sérð hana!! Við röltum þarna um í tæpa tvo tíma áður en við tókum svo lestina aftur til Genova. Frábær helgi í alla staði en auðvitað kostar að ferðast svona og verður því bara hafragrautur út næstu viku........
Nokkrar merkilegar staðreyndir sem ég komst að um helgina:
Annað man ég nú ekki bili enda komið nóg, bið að heilsa og munið að setja allar merkilegar fréttir inn, eins og t.d. hvernig er staðan á kvótakerfinu eða kennaraverkfallið, hvað er að frétta úr stjórnmálunum, Kárahnjúkum, neh ekki alveg, er samt til í að vita endanlega launahækkun kennara ef samningar nást á þessu ári!!
Knús og kossar frá Lindunni ykkar:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli