fimmtudagur, september 23, 2004

Now its just another lonely day.........nei segi svona er að hlusta á Ben Harper, þetta eru hans orð ekki mín!!

Í gær fór ég á leikinn Sampdoria-Juventus í stadiumið hérna sem er huge, skrýtið Valtýr hafði ekkert samband við mig, getur verið að hann hafi ekki vitað ítalska númerið. Mar spyr sig!!

Þetta var svona svipað og að horfa á FRAM-og kr nema í þetta skiptið vann kr 0-3, skrýtið hvað þetta eltir mig að liðin mín byrja illa, Sampdoriumenn eru búnir að tapa fyrstu þremur leikjunum og fá þrjú rauð spjöld. Eitt þótti mér samt merkilegt, sama hversu illa þeim gekk í leiknum, stuðningsmennirnir héldu alltaf áfram að hvetja......eitthvað sem sumir bláir mættu taka sér til fyrirmyndar.........

Ég er alltaf að finna meira og meira sem ég kann vel við hérna á Ítalíu eins og t.d.
Þeir hafa eiginlega bara 3. daga vinnuviku eða venjulega daga, því sunnudagur er algjör frídagur, þú getur gjörsamlega ekki gert neitt, nema ef þú ert alveg desperat þá er hægt að fara í Fiumara mollið en það er opið alla daga frá 9-21. Mánudagar eru einhverja hluta vegna einnig frídagar, afar hentugt fyrir mig því mér finnst mánudagar ekki það skemmtilegir, síðan kemur þri, mið og fim sem eru svona normal dagar og þá er komin föstudagur sem er afar tjillaður dagur og harla ólíklegt að það verði skóli á föstudögum því þeir einfaldlega nenna ekki svoleiðis. Og svo er það laugardagur sem er náttúrulega alltaf frídagur hjá mér en samt eru allar búðir opnar því þetta er ekki frídagur hjá þeim en þar sem ég blanda saman íslenskum og ítölskum siðum er þetta afar hentugt fyrir mig!!!!

Þeir loka öllu fyrir níu og þá er ég að tala um öllu nema kannski börum og svoleiðis, þannig að þegar mér dettur í hug að fá mér eitthvað nasl, sem gerist mjög mjög oft á kvöldin, allir sem þekkja mig geta staðfest það, þá get ég bara alls ekki farið neitt að fá mér eitthvað, engar sjoppur eða pizzastaðir til að stökkva á. Og þegar ég fer í supermarkaðinn þarf ég virkilega að leita að nammihillunni, svo lítið er úrvalið. Þetta er ástæðan fyrir því að ég sit núna og borða brennt örbylgjupopp því ég var með ofninn stilltan á afþýða í margar margar mínútur og gleymdi svo poppinu þegar ég var búin að breyta........en þetta er ok ég bið mömmu og ömmu að koma með nóg af íslensku nammi nammi nammi namm....

Annars er ég að fara í ferðalag á morgun til Nice (Frakklandi sem ég hef aldrei komið) og Monakó og hitta ríka fólkið. Þetta verður án efa skemmtilegt, við ætlum að fara átta saman. Allt um þetta á sunnudaginn, hafið það nú sem allra best um helgina elskurnar mínar og munið að Linda slúður hatar ekki að heyra slúður frá Fróninu, til þess eru commenta dálkarnir, hef t.d. ekkert heyrt í HDW, Regínu, Auði, Sóley, Rexinu og fleirum og fleirum..........í langan tíma

Arrivederci
Lindsey Hunt

Engin ummæli: