sunnudagur, nóvember 07, 2004

Kjálkabólga sökum ofurtalanda!
Í dag fór ég á marathona ráðstefnu með PUMP líkamsræktarstöðinni minni. Ég fór með 4 ítölskum stelpukonum og gat því alveg hvílt kjaftinn á mér (á enn erfitt með samræður á ítölskunni en skil þeim mun meira!) í dag enda er ég aftur komin með vöðvabólgu í kjálkana því ég tala svo mikið, þið munið kannski að ég var einu sinni hjá sjúkraþjálfara út af nákvæmlega þessu vandamáli. Nú er enginn sjúkraþjálfari heldur bara herbergisþjálfarinn minn hún Hrafnhildur, hún bauð mér upp á dýrindis nudd á kjálkana með kerti og Cohen á.
Smá brot úr nuddinu:
Linda: Ég skil þetta ekki, tala ég virkilega svona mikið?
Krunka: Tja þú ert búin að þegja í svona eina mínútu á meðan ég hef verið að nudda þig...........
Linda: Já ok ég tala kannski soldið mikið.
Ég var því heppin að geta hvílt kjálkavöðvana í dag en það er nú önnur saga að segja um aðra vöðva líkamans eftir að hafa farið í fimm mismunandi eróbikktíma, pump, step, funky, hip hop og hálfgert afró.
Ég mun því segja þetta gott í bili og ætla taka mér síðbúna hvíld og undirbúa mig fyrir sunnudagssímtalið okkar Andra.
Kannski þarf að víra mig saman, nei mar spyr sig?
Belinda

Engin ummæli: