mánudagur, nóvember 15, 2004

Ég elska Flórens......

Flórens var æði að vanda og ég mun leggja leið mína þangað aftur eftir tvær vikur. Þá fer Krunka til Parísar og ég ætla skella mér í ofurtjill með Hröbbu og félögum. Það er svo gaman að hitta alla þessa Íslendinga því Íslendingar eru skemmtilegasta fólk í heimi. Ekki vantaði heldur þjóðarstoltið því við tókum íslenska þjóðsönginn með fullri reisn og vakti það mikla lukku meðal útlendinganna sem voru á staðnum. Síðan var farið á skemmtistaðinn BLOBB og síðan haldið heim í ból. Einnig var aðeins kíkt í búðir og sjoppaðar jólagjafir og ég fann flottustu stígvél í heim og fæ þau frá tengdó. Ýkt heppin!!! Fékk líka lánaða bókina Hann var kallaður Dave og fimm dvd þannig að ég hef nóg fyrir stafni fram að næstu ferð þangað. Eina sem setti smá dökkan blett á þessa ferð var að veskinu mínu var stolið inni í Dómunni, já inni í kirkju, Guð stal veskinu mínu því ég á alltof mikla peninga. Sem betur fer var ég bara með einhverjar 7 evrur en að sjálfsögðu fullt af kortum og ökuskírteini og svona dótaríi sem er vesen að redda aftur. En greyið sem stal þessu græddi nú ekki mikið.

Nú fer að styttast í komu Margthrude frá Berlín og þá verður nú margt til gamans gert og rifjaðir upp gamlir djókar sem bara Íslendingar hlæja að eða bara við!

Á morgun er ég að fara í leikhús, ég man nú ekki alveg hvað leikritið heitir en þetta er eitthvað ítalskt, sérstakt og á vel við mann.

Lífið leikur því við mig þessa dagana og ég hef tekið gleði mína á ný
Hafið það gott gæskurnar

og mamma mín ég var að setja inn ýmsar myndir, þær eru kannski ekkert svo skýrar því ég þurfti að minnka þær svo mikið til að geta sett þær inn hérna heima. Farið í myndir og svo er það Genova 5

Ciao!

Engin ummæli: