þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Í dag er dagur íslenskrar tungu, til hamingju með það kæru Íslendingar.........

Í tilefni að því hef ég ákveðið að tala eingöngu íslensku í allan dag, ekki bara við Hrafnhildi heldur alla íbúa Genova borgar. Þar sem þeir tjá sig á ítölsku við mig alla hina dagana, á ég skilið að fá einn dag fyrir mig. Hins vegar fer ég á ítalskt leikrit í kvöld sem er kannski ekki alveg við hæfi!

Þetta er samt sem áður snilldin ein og það besta sem ég hef heyrt í langan tíma:

SAMSÆRISKENNING ALDARINNAR!!!
Ég er rómantískur. Ég elska samsæriskenningar. Ég dýrka orðaleiki. Í dag er dagur íslenskrar tungu, sem er helst þekktur fyrir verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem var skáld er orti rómantísk ljóð full af orðaleikjum, dauði hans varð upphaf margra samsæriskenninga. Á þessum degi gerði ég merkilega uppgötvun á rómantískum orðaleik sem jafnframt er samsæriskenning.

KENNINGIN ER EFTIRFARANDI:
AND-RI
LI-NDA
Út úr fyrri parti má mynda LINDA
Út úr seinni parti má mynda ANDRI
Útkoman krossuð kemur AND og NDA(DNA)
Útkoman krossum aftur LI og RI (RILI)
Setningin verður þá: ANDRI AND LINDA=DNA,RILI?(LESIÐ REALLY)

HVAÐ ER HÉR Í GANGI? BARN Á LEIÐINNI? LINDA ÚTI Í ÚTLÖNDUM HVERS VEGNA FÓRU KONUR TIL ÚTLANDA Á TÍMUM JÓNASAR? SVAR: TIL AÐ EIGNAST BÖRN!!! EF RÉTT REYNIST HEIMTA ÉG AÐ BARNIÐ VERÐI SKÍRT EFTIR MÉR!!!
SAMSÆRI-SANNLEIKUR
EÐA
SAMLEIKUR-SANNSÆRI

Já Stiftamtmaður þetta barn hefur þá verið getið á vikunni 26. okt - 2. nóv og segir okkur það að koma þess í okkar harða heim er einhver tímann í kringum 26. júli en þar sem við gefum okkur það að barnið verði fyrirburi og fæðist 10. júní á þínum afmælisdegi þá tek ég nafnið þitt í sátt.

Drengur: Bjarni Þór Andrason (sem er alls ekki ólíkt nafni uppáhalds frænda míns Bjarki Þór Atlason)
Stúlka: Bjarnheiður Þórey Andradóttir

Við skulum vona að þetta verði sveinbarn!!!

Hins vegar get ég vel skilið samsæriskenninguna með að reka við svona bara út frá því að þekkja Rögnu Ingólfs ansi náið!

Þunga konan

Engin ummæli: