laugardagur, nóvember 20, 2004

Hey alleúbba!

Það er eiginlega alltof gaman hjá okkur stelpunum hérna. Í gær fórum við á erasmus kvöld á Jasmine, matur og alles, jytte brav, ég og mag samt soldið gamlar og lúnar og fórum heim um tvö. Á meðan tók Krunka þetta út fyrir okkur:)

Í dag hjálpuðum við Möggu að versla, mér finnst alltaf gaman að versla hvort sem það er fyrir mig eða aðra. Ég fann mér líka ýmislegt fallegt þannig að ef einhver vill spara sér ferð í Kringluna til að kaupa jólagjöf fyrir mig þá get ég keypt hana sjálf hérna;) Látið mig bara vita og ég sendi bankanúmerið um hæl. Lofa að nota hana ekki áður en ég kem heim.

Á morgun er stefnan sett á Nervi sem er úthverfi hérna í Genova. Margir verða eflaust hissa á því sem við erum að fara að gera en þetta er hugmynd sem kviknaði þegar við vorum þar í fyrradag að rölta meðfram strandlengjunni og syngja íslensk lög. Við ætlum nefnilega að fara á morgun og syngja með hatt fyrir framan okkur. Við erum búnar að setja saman 15 laga prógram og svo er Krunka alltaf með einhverja skátasöngva til að fylla inn í. Þegar við vorum þarna í fyrradag var allt gamla fólkið alveg heillað af sönghæfileikunum okkar þannig að við gerum okkur vonir um mikinn gróða. Fylgist með þessu, heitar fréttir verða settar inn annaðkvöld!

Annars kem ég heim eftir svo stuttan tíma að það er ótrúlegt, ég vona að snjórinn verði áfram því það er ekkert jólalegt hérna, alltof mikil sól og lítið um jólaskraut enda Íslendingar meistarar jólaskrautsins.

Lifið heil,
Linda

Engin ummæli: