miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Ég öfunda alla sem eru heim á fróni að búa til snjóhús, snjókalla og kellingar og engla í garðinu hjá sér. Ég elska snjóinn og það er sko eins gott að það verði nóg af honum þegar ég kem heim. Hérna er 13 stiga hiti og í dag var sól og blíða. Ítalinn veit bara ekki hvaðan af sér stendur veðrið!! Og fólk spyr sig hvort sumarið sé að koma aftur. Kannski er ekki svo slæmt að vera hérna í blíðinu svona þegar ég rifja upp hversu pirraður maður getur orðið á snjónum. T.d. þegar það er engin skafa í bílnum og maður þarf að skafa með geisladisk, eitthvað sem á sér alltaf stað í daihatsu bílunum okkar Andra, maður gleymir vettlingum þegar er bráðnauðsyn á sköfun og hitakerfið virkar ekki (annað sem er oft í daihatsuunum okkar). En nú erum við að fara að fá nýjan bíl sem verður 1. flokks, hver veit nema að það fylgi skafari með honum!

Nú er bara brjálað að gera hjá manni, skólinn í morgun, gymmið í 2 tíma, beauty nap, þarf að fara að huga að ritgerð sem ég á að skila og svo er flyera vinnan í kvöld, bissí timar hjá piccolinu.

Og ekki nóg með það þá er ég líka fótgangandi allar mínar ferðir því ég er svo fúl út af því að mánaðarkortið mitt í strætó var í veskinu mínu sem var stolið og þetta er í annað skiptið sem ég týni því. Ætla sko ekki að fara að vera einhver styrktaraðili fyrir strætókerfið hérna!

Annars andiamo, eldamennskan kallar, planið er að henda hakki á pönnu, pasta í pott og tómatsósa yfir, einfaldur og þægilegur réttur sem hentar öllum lystakokkum.

Ciao tutti
Linda

Engin ummæli: