miðvikudagur, nóvember 03, 2004


Besta vika í heimi......

Já þá er Andrinn kominn og farinn og má segja að ýmislegt hafi á daga okkar drifið. Ég fór náttúrulega í mínu fínasta pússi upp á völl til að hitta hann og fékk alveg tár í augun við að sjá hann aftur. Já svona er maður nú meyr þegar á reynir!

Við gerðum endalaust af skemmtilegum hlutum saman eins og að labba um bæinn, út að borða í hádeginu, seinnipartinn og á kvöldin eins og kóngafólki sæmir, versluðum ný oufit á hann og smá á mig sem datt stundum í pokana! Fórum til Cinque Terre og löbbuðum þar í frábæru veðri, borðuðum pizzu uppi í rúmi eins og við gerum oft heima. Fórum til Flórens í 3 daga og tókum túristann á þetta ásamt öllum Kínverjunum, Könunum og fleiri hópum sem fylltu Flórens. Gistum hjá Brandi frænda og vini hans Steina sem tók okkur í Hannibal túr um bæinn og síðan keyptum við myndina um kvöldið og horfðum á hana. Þetta er nú orðin stór bisnesshugmynd í Flórens – HANNIBAL-TÚRINN. Einnig hittum við Hröbbu og húsfélaga hennar og við ætlum að endurtaka leikinn í Flórens eftir tæpar tvær vikur en þá ætlar Krunka með mér og Hrabba mun sýna okkar næturlíf Flórensborgar.

Síðan þurfti auðvitað að kveðja og það var gert í gærmorgun með tilheyrandi snökti. Annars tókum við ákvörðun um að þetta yrði ekkert lengi að líða fram að 20. des og eins og er er ég í vandræðum með að raða niður á helgarnar öllum ferðalögunum sem ég ætla í: Flórens, Milanó, Róm, Berlín (til Möggu þann 2. des.) og Venize ásamt fullt af öðru sem ég hef í huga að gera. Þannig að ég verð komin heim fyrr en mig grunar.

Í dag byrjaði ég síðan í faginu Lingua e cultura inglese (enskt mál og menning) og ég man ekki hvort ég var búin að segja ykkur að þegar Hrafnhildur byrjaði í þessu þurfti hún að tala í míkrafón og kynna sig og útskýra ýmsa siði á Íslandi, allt á ensku og fyrir framan 50 manns. Við sem vorum feimnustu manneskjur í heimi að tala ensku áður en við komum hingað. Ég sat fyrir framan bekkinn í svona klukkutíma í morgun og las upp úr bókinni fyrir þau, texta um iðnbyltinguna og hvernig hún birtist í Bretlandi ásamt því að útskýra ,,erfið” ensk orð fyrir þeim eins og þegar einhver own something, ég þurfti að útskýra á ensku hvað það þýðir (þið sjáið að þau eru ekkert alltof sleip í enskunni greyin). Eftir tímann sagði svo kennarinn við mig og Hrafnhildi að það væri voða gott ef við gætum svona hjálpað henni með tímana. Við erum sem sagt orðnir kennarar í ensku máli og menningu á háskólastigi og hana nú!

Í þessum töluðu orðum var ég nú bara að koma úr minni eigin ciestu sökum ofþreytu eftir eróbikk og rassatíma og hér í letilandinu þarf maður nú ekki að skammast sín fyrir að taka ciestur. Þær eru leyfðar á öllum tímum sólarhringsins og því lengri því betri.

Segið mér nú eitthvað sniðugt frá Fróni, hef ekkert heyrt frá ykkur í rúma viku.

Best regards from the english teacher

Engin ummæli: