laugardagur, nóvember 06, 2004

Dagur í lífi Belindu á Ítalíunni

08:00 Vaknað til að kveðja Dóru Birnu sem hélt aftur til London í morgun.
08:30 Skóflað í sig Special K með súkkulaðibitum
08:45 Byrjað að kíkja aðeins á sálfræðikafla sem ég á að lesa en hugsaði nei ég hef nægan tíma til að lesa þetta.
08:46 Tekin smá blundur
12:20 Vaknað af værum blundi við að Krunka er komin heim
12:45 Krunka spælir egg handa okkur og við tölum um heima og geima
13:00 Krunka ákveður að hjálpa mér að klára nokkur stærðfræðiverkefni sem ég á að skila
13:15 Við sitjum á rúmunum okkar og þýðum stærðfræðiverkefnin frá ítölsku yfir á íslensku og svörum á ensku.
14:15 Ákveðum að fara að finna okkur til fyrir bæjarröltið
14:16 Slétta hárið, velja föt, púður, maskari, gloss, næla í bolinn, allt í töskuna
15:15 Erum ready til að rölta í bæinn enda ciestan okkar að klárast, búðir opna hálf fjögur
15:30 Mættar í gamla bæinn, galvaskar til að versla nokkrar jólagjafir
16:00 Búin að fjárfesta í einni gjöf
16:15 ....og annarri
16:30 og þriðju
16:45 Karlmannsrakfroða keypt í upim því hvergi er að finna kvenmannsfroðu í Genova
17:00 Tími fyrir apertivo, setjumst inn á Grigua og pöntum okkur Kaiperuska og plönum næstu ferðahelgar.
18:45 Tími fyrir einn kaffi á Benetton, komum við í Dí per dí á leiðinni og kaupum helstu nauðsynjar, rauðvín, brauð, kex og pomodoro.
19:30 Haldið heim á leið með 35 eftir einn cappucino og einn expresso
20:00 Komið heim og kjaftað við húsfélagana um komandi ferðahelgar.
20:30 Opnuð rauðvín og settar myndir í tölvuna
21:00 Surfað á netinu og sötrað rauðvín
23:00 Planið sett á pizzu niðri á Pizzastaðnum okkar...........

Já vill einhver sem er að drukkna í lærdómi eða stresskasti á Íslandi skipta? Kæmi mér ekki á óvart.

Lifið heil,
Belinda

Engin ummæli: