fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Það er alltaf gaman að fara á djammið í flíspeysunni og lopasokkunum......

....það gerði ég að minnsta kosti í gær. Var að koma úr gymminu og vissi að stelpurnar ætluðu að fara í aperitivo. Ákvað því að kíkja í einn drykk eða svo enda með íþróttatöskuna með mér og ekki alveg í rétta klæðnaðinum. Eini drykkurinn margfaldaði sig sem endaði með einu af mínum skemmtilegustu kvöldum hérna......bravissima og ekki nóg með það þá var engin ,,Linda í adidas búðinni tekin í dag". Þökk sé pizzastaðnum hérna niðri, smelltu í eina flata fyrir mig um hádegisbilið og það sem eftir lifði dags sat ég með pizzu í annarri og sóda í hinni og glápti á satc.

Ekki nóg með það að ég hafi skemmti mér vel heldur er ég búin að redda mér smá vinnu hérna því ég hata ekki vinnurnar. Þetta er reyndar mjög einfalt, snýst um að dreifa flyerum fyrir Grigua, barinn sem Lísa er að vinna á. Eina sem ég þarf að segja er: Due Birra per una al Grigua sta sera og kannski ef ég er stuði í talandum sem kemur fyrir þá get ég bætt við setningunni: Al Grigua sono molto bionde ragazze!

Þetta ætti ekki að vera vandamál fyrir mig og fyrir fjóra tíma af þessu fæ ég 18 evrur sem segir mér það að í hvert skipti sem ég geri þetta get ég farið daginn eftir og keypt mér t.d. nýjan bol eða bara eitthvað sem mig langar í og kostar ekki meira en 18 evrur. Já lífið er á uppleið hérna í Genova krakkar mínir.

Í kvöld var púlsinn tekin á rólegheitunum ásamt KFC. Reyndar bara fyrir tvo en það verður án efa spennandi að prófa fjölskyldupakkann þegar ég kem heim!

Ci vediamo
The KFC Queen


Engin ummæli: