Það er föstudagur og ég svaf fram að hádegi án þess að fá móral yfir því enda ekki annað hægt þar sem Ítalía hreinlega bíður upp á það að taka það rólega. Nú er líka komin cíesta þannig að ég hef ekkert betra að gera en að hanga og láta mér líða vel.
Ég er líka komin í þvílíkt jólaskap og ef einhver á jóladiskinn Pottþétt jól vinsamlegast setja hann í brennslu og senda mér:
Cutri Cucinotta c/o
Via Bianchetti 2/21
16134 Genova
Italy
Dóra vinkona hennar Hrafnhildar er stödd hérna hjá okkur og einnig sænsk vinkona hennar Martinu. Að sjálfsögðu sýndum við þeim næturlíf Genova borgar í gærkvöldi og náðu þær að hitta nokkra vel sleikta Ítali. Við byrjuðum hins vegar í gleði heima hjá Schneider þar sem ég brá mér í líki barþjóns við miklar undirtektir gestanna. Ég, Dóra og Krunka skelltum okkur síðan á dansgólfið á Jasmine og tókum nokkur vel valin spor umkringdar viðbjóðs fabíóum og ákváðum því að beila og brunuðum heim í ból sem var góður endir á fínasta kvöldi.
Núna er eins og sumarið sé aftur að bresta á hérna. Ég heyri fuglasöng inn um gluggann og mælirinn segir mér að það sé 23 stiga hiti. Já svona er nú tilveran hjá mér.
Lindan
Engin ummæli:
Skrifa ummæli