föstudagur, nóvember 05, 2004

Í dag gekk ég um götur Genova borgar og skoðaði í búðarglugga ásamt því að skipuleggja jólagjafainnkaup mín en eins og flestir vita þá er Lindan skipulögð og gefur ekki hvað sem er í jólagjöf. Þið getið því elsku vinir farið að hlakka til að opna gjafir frá mér. Á götunum voru ýmsir tónlistarmenn að spila fallega tónlist og mér leið eins og Carrie þegar hún gekk götur New York borgar og alveg eins tónlist og ég heyrði í dag var spiluð undir.......þetta var yndisleg tilfinning!
Er ég búin að horfa of mikið á Sex and the city eða er þetta eðlilegt stelpu thing að tengja ýmsar aðstæður sem þær lenda í við SATC?
Hafið það gott um helgina elskurnar mínar og mig er farið að undra hvort það sé bara hann yndislegi afi minn sem les þessa síðu......að minnsta kosti er hann eini sem kann að nota kommentakerfið!
Ciao

Engin ummæli: