fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Shiii....

Var að horfa á fyrsta þáttinn á ruv af III seríu í Desperate og vá hversu spennandi getur þetta orðið? Ég held að ég verði að ná mér í alla seríuna sem allra fyrst *hóst* Harpa, Haukur, Ragna...

Held að ég meiki ekki að bíða vikuna eftir næsta þætti.

Er loksins að hressast og stefni á að fara í vinnuna í það minnsta um tíu-ellefu leytið á morgun og þá ætla ég að vona að hálsbólga, kvebbi og meltingin verði komin í samt lag.

Annars var ég að telja og ég á eftir að vinna 14 vinnudaga þangað til ég hætti. Það er nú alveg óskaplega lítið finnst mér.

Kveðja
Þessi sem er öll að hressast:)

Engin ummæli: