föstudagur, janúar 14, 2005

Afmælisstelpan Álfrún

Í dag fagnar ástkær vinkona mín hún Álfrún 23 ára afmæli. Álfrún er steingeit og ber öll helstu einkenni steingeitar. Hún er þrjósk og ákveðin og stendur fast á sínu. Þegar hún var yngri tók hún upp nafnið Palli og síðar Alli. Álfrún stundaði alltaf körfubolta og sýndi góða takta þegar hún tók í strákana í denn, einnig spilaði hún alltaf á franskt horn enda talar faðir hennar lýtalausa frönsku. Þegar líða tók á unglingsárin lagði hún körfubóltaskóna á hilluna, fór að safna nöglum og gerðist dama. Án umhugsunar er hægt að nefna hana reynsluboltann í vinkonuhópnum enda er hún elst og hafði oft áhrif á hvað maður gerði. Ég og Álfrún höfum eytt endalaust mörgum stundum saman og gert ýmislegt af okkur sem er ekki blogghæft. Meðal annars fórum við í skemmtilega lúðrasveitaferð til Skotlands, vinkonuferð til Barcelona og ekki má nú gleyma bústaðaferðum í Katlagil, bjórkvöldum og annarri skemmtun. Ég þakka henni fyrir öll þessi góðu ár og óska henni innilega til hamingju með daginn:)

Sé þig í kvöld skvísa

Linda

Engin ummæli: