Kríublundurinn góði
Þegar ég var úti á Ítalíu (farin að tala svona fyndið) þá lagði ég mig í tíma og ótíma án þess þó að nokkur maður gerði athugasemd við það. Hér heima geri ég tilraun til þess að leggja mig og það liggur við að ég hrökkvi upp á fimm mín. fresti svo mikið nagar samviskan mig. Og ekki nóg með það að þegar ég vakna eða gefst upp á því að leggja mig kemur einhver fjölskyldumeðlimur með afar pirrandi komment (sem ég veit samt að eru ekki illa meint) eins og t.d. var verið að leggja sig.....þú ert nú alltaf að leggja þig.....maður væri nú alveg til í að leggja sig svona á daginn......og þar fram eftir götunum.....
Ég tók því ákvörðun í morgun að ég mun leggja mig á hverjum degi einungis til þess að njóta þess að geta lagt mig því guð má vita hvenær rennur upp sá tími að ég get ekki lagt mig sökum þess að ég er með börn, hús, hund, kött, fjölskyldu og allar þær ótal skyldur sem því fylgir.
Þetta var ákvörðun dagsins........er búin að gorma öll heftin þannig að nú get ég farið að setja mig í startholurnar fyrir lærdóminn!
Ciao a tutti
Linda sem nýtur þess að geta lagt sig whenever....og varð að vera undir sæng í allan dag því kuldinn var að yfirbuga hana.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli