fimmtudagur, janúar 06, 2005

Korpuskóli

ógeðslega skemmtilegur skóli, skóli með sál og sögu, ógeðslega skemmtilegt þríeyki (ég, magga og Bjössi, urðum sko ekki fyrir vonbrigðum með hann enda ungur drengur í blóma lífsins ekki gamall gaur með fjölskyldu á bakinu, ekki það að það sé slæmt bara erfitt að samræma vinnutímann þegar þannig er. Betra að vera öll á sama reiki. Ógeðslega góður og hress bekkur og skemmtilegir viðtökukennarar. Hvað gæti verið betra? EKKERT

Hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu vettvangsnámi. Svaf hins varla dúr í nótt því ég var svo stressuð að sofa yfir mig í pumpið í morgun. Tel því kominn tíma á ciestu.

Linda

p.s. ein stelpan giskaði á að ég væri 31 , aldrei neinn haldið að ég væri svona gömul, var því bara nokkuð sátt með það en langar samt ekkert að vera 31. Fékk samt líka spurninguna af hverju ertu svona lítil? og ég er eiginlega bara jafn stór og þú (9 ára) en þær eru klassík.

Engin ummæli: